Fara í innihald

Morfín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Byggingarformúla morfíns: C17H19NO3.

Morfín (C17H19NO3) er sterkt verkjalyf sem unnið er úr ópíum sem það er helsta virka efnið í. Kerfisbundið nafn þess er 7,8-dídehýdró-4,5-epoxý-17-metýlmorfínan-3,6-díól. Nafn lyfsins er dregið af draumaguðinum Morfeos.

Morfín (sem og önnur ópíumskyld lyf) virkar beint á miðtaugakerfið í mönnum. Það er oft notað í lækningaskyni til að deyfa óbærilegan sársauka vegna beinbrota, skurðaðgerða, áfalla, krabbameins o.fl.

Þýski apótekarinn Friedrich Wilhelm Adam Serturner einangraði morfín fyrstur manna árið 1804 og nefndi það „morphium“ eða morfín, eftir nafni Morfeusar, hins gríska guðs drauma. Ýmis efni hafa verið unnin úr eða byggð á morfíni, meðal annarra heróín (díasetýlmorfín) og var það fyrst gert árið 1853.

Það var hins vegar ekki fyrr en sprautan kom til sögunnar árið 1874 sem notkun þess varð mikil.

Áhrif á menn

[breyta | breyta frumkóða]

Hliðarverkanir morfíns eru minni hugræn geta, sælutilfinning, svimi, sinnuleysi, skert sjón og ógleði. Morfín dregur einnig úr matarlyst og veldur hægðartregðu. Morfín er afskaplega ávanabindandi og neytendur þess þróa fljótt með sér þol og líkamlega jafnt sem sálfræðilega fíkn.

Morfín er helst gefið:

  • til að lina mikinn sársauka, til dæmis
    • sársauka eftir skurðaðgerð
    • sársauka við áfall/slys
  • til að lina langvarandi sársauka
    • vegna stærri tannaðgerða
    • hjá krabbameinssjúklingum
  • sem viðbót við deyfingu
  • „Fyrstu sprautunálarnar (á ensku)“. Sótt 2. nóvember 2005.