Monte Carlo (spil)
Monte Carlo er fjárhættuspil fyrir fimm til átta spilara, sem spilað er með venjulegum 52-spila spilastokki. Hvert spil skiptist upp í sjö umferðir sem öll hafa misjöfn markmið. Í fyrstu sex umferðunum er byggður upp vinningspottur, og síðasta umferðin sker úr um það hvernig potturinn skiptist upp á milli spilara.
Gangur spilsins
[breyta | breyta frumkóða]Í upphafi er ákveðið hve mikill peningur er á bak við hvert stig. Hámarksupphæð pottarins stýrist annarsvegar af því, og hinsvegar af fjölda spilara. Ef að hvert stig er 1000 krónu virði, og spilarar fimm, þá mun potturinn verða krónur.
Nú eru spil hugsanlega tekin úr bunkanum, háð fjölda spilara. Ef að átta spilarar eru, þá eru engin spil fjarlægð, en ef þeir eru sjö eru tvistar fjarlægðir, tvistar og þristar ef spilarar ef spilarar eru sex, og ef að spilarar eru fimm eru tvistar, þristar og fjarkar fjarlægðir.
Nú er gefið; allir eiga að vera með jafn mörg spil á hendi og bunkinn á að klárast. Stokkurinn er stokkaður og gefið er upp á nýtt eftir hverja umferð. Eftir hverja umferð eiga menn að setja pening í pottinn fyrir hvert mínusstig, en eftir síðustu umferð eru peningar teknir úr pottinum sem samsvara fjölda jákvæðra stiga sem fengin eru í þeirri umferð. Potturinn á að tæmast.
Í fyrstu umferð er spilað nolo. Þá er markmiðið að forðast að taka slagi. Slagur er tekinn með því að eiga hæsta spilið í slagnum í þeim lit sem fyrst var sett út. Eitt mínusstig er gefið fyrir hvern slag.
Í annarri umferð er markmiðið að forðast að taka slagi sem innihalda lauf. Eitt mínusstig er veitt fyrir hvert laufaspil sem tekið er.
Í þriðju umferð er markmiðið að forðast að taka slagi sem innihalda drottningar. Tvö mínusstig eru veitt fyrir hverja drottningu.
Í fjórðu umferð er markmiðið að forðast að taka slagi sem innihalda svarta kónga. Fjögur mínusstig eru veitt fyrir hvern svartan kóng.
Í fimmtu umferð er markmiðið að forðast að taka hjartaásinn. Átta mínusstig eru veitt fyrir hann.
Í sjöttu umferð er markmiðið að forðast að taka síðasta slaginn. Átta mínusstig eru veitt fyrir hann.
Í sjöundu umferð snýst leikurinn við - í stað þess að greiða í pottinn skal hann tæmdur. Gefið er, og nú má setja út það spil sem er í miðju rununnar, rúnað upp - ef að spilarar eru fimm talsins er nían notuð. Níum skal raðað upp eftir sortum, og á níuna má leggja spil sem er hærra eða lægra en það. Runan gengur þá út í báðar áttir frá níunni uns öll spil klárast. Ef að spilari getur ekki lagt neitt út þá segir hann „pass“ og næsti á leik. Spilari sem leggur út ás, hæsta spilið, fær að gera aftur. Veitt eru stig í þeirri röð sem menn klára af hendi sinni. Í fimm manna leik eru 20 stig fyrir að klára fyrstur, 15 stig fyrir að klára annar, 10 stig fyrir að vera þriðji, 5 stig fyrir að vera fjórði, og sá sem klárar síðastur situr uppi með núll stig og sárt ennið. Þá er potturinn tæmdur samkvæmt þessum stigum.