Molly Maguires

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

The Molly Maguires var leynifélag sem samanstóð aðalega af Írum og er talið að þeir hafi unnið í steinkolanámum í Pennsylvaníu. Aðal markmið félagsins var að berjast gegn kúgun því í félaginu voru aðalega lágstéttarfólk sem þurfti að vinna mikið, vann við slæmar aðstæður og fékk lítið borgað. Þegar félagið var farið að berjast öfgafullt fyrir baráttumálum sínum þá var talið á þeim tíma að þetta væru hryðjuverkasamtök. Franklin B. Gowen tók sig þá til og fékk mann til að ljóstra upp hverjir væru meðlimir í ‘‘The Molly Maguires’’. En Franklin B. Gowen var forseti tveggja stóra iðnaðarfyrirtækjar sem hétu ‘‘Philadelphia and Reading Railroad’’ og ‘‘Philadelphia and Reading Coal and Iron Company’’. Á þessi fyrirtæki höfðu verið gerðar árásir.

Það hefur mikið verið talað um hvort að ‘‘The Molly Maguires’’ hafi verið til og það er nokkup víst að það hafi verið hópur í Írlandi af þessu nafni en það eru ekki til neinar virkilega traustar heimildir um að þeir hafi verið að verki í Bandaríkjunum. Sumir telja að nafnið ‘‘The Molly Maguires’’ hafi verið notað sem hræðslutækni til að hræða fólk.

Uppruni[breyta | breyta frumkóða]

‘‘The Molly Maguires’’ eiga uppruna sinn að rekja til Írlands. Leynifélagið var upprunarlega stofnað 1843 sem félag sem barðist gegn óréttlæti sem var sýnt gegn leigendum af leigusölum. Til þess að svara þessu óréttlæti þá notuðu ‘‘The Molly Maguires’’ ofbeldi og hótanir til þess að ná sínu fram. Uppruni félagsins er talinn vera saga sem ekki er vitað hvort sé ósönn eða sönn. Sagan sem gekk var um konu sem hét Molly Maguires og var drepin af leigusala sínum. Hann hafð skipað henni að fara úr íbúðinni en eftir að hún fór ekki eyðilagði hann íbúðina meðan hún var en inn í henni.

The Molly Maguires í Bandaríkjunum[breyta | breyta frumkóða]

Það er ekki vitað hvort að Leynifélagið hafi starfað í Bandaríkjunum en talið er að einhver vísir hafi verið kominn upp að svipuðu félagi í kringum steinkolavinnslu í Pennsylvaníu. Það er talið þeir hafi haft bækistöðvar í þessum eftirtöldu sýslum: Lackwanna, Luzerne, Columbia, Schuylkill, Schuylkill, Carbon og Northumberland. Þaðan héldu þeir áfram að berjast gegn valdníðslu. Flestir Írar sem voru á þessu svæði unnu í námunum og talið er að þeir sem ráku námurnar hafi verið lítið sama um vinnuaflið sitt.

Í reiði sinni þá hófu félagið starfsemi sína í Bandaríkjunum. Þeir gerðu það sama og þeir höfðu gert í Írlandi nema núna voru það eigendur námanna og þeir sem ráku námurnar sem urðu fyrir ofbeldi og hótunum. Þetta byrjar eitthvað í kringum Bandaríska borgarastríðið og þá er þetta ekkert svo slæmt. En þegar kreppan skellur á 1873 þá missa margir vinnunna og laun lækka töluvert. Þá fór þetta út í öfgar. Þá var byrjað var að eyðileggja námurnar og morð voru framin. Þetta voru námu eigendur og námu umsjónarmenn sem var verið að drepa. Franklin B. Gowen varð hræddur því að það var verið að drepa starfsmenn og það var verið að eyðileggja námurnar hans. Árið 1873 fékk hann ‘‘Pinkerton Government Service’’ til að hjálpa sér að rannsaka og svo stoppa öfgamenninna.

James McParland var fenginn í starfið og var hann látinn síast inn í samtök sem hét ‘‘The Ancient Order of Hibernians’’. Þessi samtök unnu að því að bæta lífskjör Íra í Bandaríkjunum án þess að beita ofbeldi. Það var talið að meðlimir í ‘‘The Molly Maguires’’ væru líka í ‘‘The Ancient Order of Hibernians’’ og James McParland leitaðist eftir því að upplýsa hverjir þetta voru. James McParland byrjaði á því að gerast verkamaður í Schuylkill sýslu undir nafninu James McKenna. Stutt eftir það varð hann meðlimur í ‘‘The Ancient Order of Hibernians’’. Á tvem árum þá vann hann að því að safna sönnunargögnum um hverjir glæpamennirnir væru og hvað þeir væru að gera. Hann skráði hjá sér að um 50 morð hafi verið framin í Schuylkill sýslu. Það voru aðalega stjórnendur náma og fjölskyldur þeirra sem voru drepnir.

Meðan James McParland er að rannsaka þetta finnst John Kehoe hann vera frekar grunsamlegur en hann var meðlimur í ‘‘The Ancient Order of Hibernians’’ og það er talið að hann hafi líka verið meðlimur í ‘‘The Molly Maguires’’. James McParland neyðist til þess að hætta rannsóknum þarna þegar hann heyrir að John Kehoe ætli að drepa hann.

Þessi réttarhöld eru frá 1876-1877 og enda með því að 10 manns voru hengdir fyrir morð. Þegar réttarhöldin byrja þá eru flest vitni á launaskrá hjá fyrirtækjum Franklin B. Gowen. Í dómnefndinni voru líka engir Írskir kaþólikar og það voru líka innflytjendur sem töluðu ekki ensku í kviðdómnum. Einnig var velskt fólk í kviðdómnum sem var hópur af fólki sem hafði lengi verið í átökum við Íra í Schuylkill sýslu. Aðal vitnið var James McParland og hann sýndi hvað hann hafði komist að í sínum 2 árum af njósnun innan ‘‘The Ancient Order of Hibernians’’. Það sem var mest einkennilegt við þessi réttarhöld var samt það að sýslan hafði ekkert að gera við handtökur og hafði aldrei haft neitt að gera við rannsókn að þessu máli. Þetta er talið vera atburður þar sem fullveldi týnist og einkaaðilar ráða völdum.

Þessi réttarhöld eru frá 1876-1877 og enda með því að 10 manns voru hengdir fyrir morð. Heimildum ber ekki saman hversu margir voru hengdir en fleiri heimildir sýna að það hafi verið 10 manns sem voru hengdir 21 Júní, 1877 sem hefur verið kallaður Dagur reipisins. Sex menn voru hengdir í fangelsi í Pottsville og fjórir voru hengdir í fangelsi í Carbon sýslu. Eftir þetta þá minnkaði ofbeldi og uppreisnir á svæðinu en jafnframt jókst velmegnun á svæðinu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]