Fara í innihald

Mjólkursýrugerlar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mjólkursýrugerlar eða mjólkursýrubakteríur er hópur Gram-jákvæðra gerla sem allir tilheyra ættbálkinum Lactobacillales og leggja stund á mjólkursýrugerjun. Þeir eru notaðir í matvælaiðnaði til geymsluþolsaukningar með sýringu, svo sem við gerð sýrðra mjólkurafurða á borð við súrmjólk og jógúrt, súrpæklaðs grænmetis á borð við súrkál og sýrðar gúrkur, gerjaðra kjötafurða á borð við spægipylsu, súrdeigs og fjölda annarra gerjaðra matvæla. Mjólkursýrugerlar finnast gjarnan í rotnandi plöntuleifum og nýtast einnig við súrheysgerð. Meðal helstu ættkvísla mjólkursýrugerla má nefna Lactobacillus, Leuconostoc, Pediococcus, Lactococcus og Streptococcus.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.