Lactobacillales
Útlit
Lactobacillales | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Streptococcus pyogenes litaðar með aðferð Pappenheims.
| ||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||
| ||||||||
Ættir | ||||||||
Aerococcaceae |
Lactobacillales er ættbálkur Gram-jákvæðra gerla sem einkennast meðal annars af því að stunda mjólkursýrumyndandi gerjun sem meginleið til orkuefnaskipta. Þeir teljast því til loftfirrtra gerla, en þola þó flestir að súrefni sé til staðar (eru loftþolnir loftfirringar). Þeir eru algengir í vistkerfum þar sem lífræn efni eru auðfengin, svo sem í jarðvegi og rotnandi dýra- og plöntuleifum. Mjólkursýrugerlarnir tilheyra þessum ættbálki og er það hugtak stundum notað sem safnheiti yfir allan ættbálkinn.