Mjöll Hólm - (Ég syng þér sönginn) Mamy Blue

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Mamy Blue
Forsíða Mjöll Hólm - (Ég syng þér sönginn) Mamy Blue

Bakhlið Mjöll Hólm - (Ég syng þér sönginn) Mamy Blue
Bakhlið

Gerð SG - 566
Flytjandi Mjöll Hólm
Gefin út 1972
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur

Mjöll Hólm er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Á henni flytur Mjöll Hólm tvö lög.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. (Ég syng þér sönginn) Mamy Blue - Lag - texti: H. Giraud/ P. Trim - Ólafur Gaukur - Hljóðdæmi 
  2. Lífið er stutt - Lag - texti: A. Latessa/ C. Bonycatti - Iðunn Steinsdóttir

Mamy blue[breyta | breyta frumkóða]

Við hittumst áttum hljóðan fund
Og heimurinn stóð kyrr um stund
Svo hvarfstu bak við fjöllin blá
Mér frá, ég syng þér sönginn
Minn hugur yfir fjöllin fer
Og flytur þennan söng með sér
Mitt ástarljóð í eyra þér
Hann ber, ég syng þér sönginn
Oh mamy, oh mamy , mamy blue
Oh mamy blue,
(ég syng þér sönginn)
Oh mamy, oh mamy , mamy blue
Oh mamy blue,
(ég syng þér sönginn)
Í söngnun okkar segir frá
Þeim söknuði og ást og þrá
Sem enginn maður vita má né sjá
Ég syng þér sönginn
Minn hugur yfir fjöllin fer
Og flytur þennan söng með sér
Mitt ástarljóð í eyra þér
Hann ber, ég syng þér sönginn
Oh mamy, oh mamy , mamy blue
Oh mamy blue,
(oh, mamy)
Oh mamy, oh mamy , mamy blue
Oh mamy blue,
(oh, mamy)

Um lag[breyta | breyta frumkóða]

Breska pop-hljómsveitin Pop Tops flutti lagið Mamy Blue upprunalega.