Fara í innihald

Mjólkurfiskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mjólkurfiskur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Innfylking: Kjálkadýr (Gnathostomata)
Yfirflokkur: Beinfiskar (Osteichthyes)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Gonorynchiformes
Ætt: Chanidae
Ættkvísl: Chanos
Lacépède, 1803
Tegund:
C. chanos

Tvínefni
Chanos chanos
(Forsskål, 1775)

Mjólkurfiskur (fræðiheiti: chanos chanos) er eina lifandi tegundin af ætt Chanidae fiska, af flokki geislugga.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Mjólkurfiskur lifir nær ströndum og eyjum í hitabeltinu með ströndum Indlands- og Kyrrahafs. Töluvert magn af honum finnst í kringum Filipseyjar og Indonesíu. Einnig er mikið af honum með ströndum Ástralíu, Suður Afríku, Asíu, Hawaii, Kaliforníu og Galapagos eyjum.

Útlit & lifnaðarhættir[breyta | breyta frumkóða]

Hann er einstaklega aðlaðandi fiskur, grænblár að ofan, silfraður á hliðunum og hvítur að neðan. Hann er með stór augu sem liggja nálægt munninum, sem er lítill og tannlaus. Hann er straumlínulagaður með sterkann hala og syndir hratt sem gerir það að verkum það er erfitt að veiða hann. Hann getur lifað allt uppí 15 ár og hámarkslengd hans getur náð upp í 180 cm en þó er algengasta að þeir séu um 100 cm. Þyngd þeirra getur náð allt upp í 14 kg. Hann lifir í heitum sjó og nálægt kóralarifjum þar sem vatnið er meira en 20°C ásamt því að vera tært og grunnt.

Veiðar, eldi og vinnsla[breyta | breyta frumkóða]

Mjólkurfiskur er sögð fín fæða þó hann innihaldi mikið af beinum. Eldi á mjólkurfisk má finna í mörgum löndum í Suðaustur-Asíu og hafa þau verið starfandi í allavega 4-6 aldir. Eins og sjá má á línuritinu hér að neðan hefur töluverð aukning verið á sölu í mjólkurfiskseldi undanfarin ár. Á heimsvísu hefur árlegt eldi á mjólkurfisk aukist með ári hverju síðan 1997. Árið 2005 hefur það aukist um tæp 595.000 tonn og virði þeirra um 616 milljón dollara. Filipseyjar eru með mestu framleiðsluna eða um 289.000 tonn árið 2005 en Indonesia með 254.000 tonn.

Vinnslan á mjólkurfisk er fjölbreytt og hefðbundnar leiðir hafa verið notaðar eins og þurrkun, reyking og gerjun en nýlega var byrjað á því að niðursjóða og frysta hann og hefur verðmætið á honum verið að aukast síðan 1950. Nýlega var einnig farið að nýta mjólkurfisks seiði sem beitu við túnfiskveiðar.

Markaðurinn[breyta | breyta frumkóða]

Framleiðendur mjólkurfisks selja hann yfirleitt ekki beint til viðskiptavina heldur selja í gegnum sölumenn, miðlara eða heildsala og almennt er meirihluti fiskafurðana selt í gegnum uppboðsmarkaði.

Mikið hefur færst í aukar síðustu ár að fyrirtæki séu að nýta fiskinn betur, þar á meðal fyrirtæki á Filipseyjum sem nýta flest allan þann afskurð sem eftir verður af fisknum eins og kvið, bak, haus og hala og eru svo afurðirnar ýmist seldar frosnar, þurrkaðar, niðursoðnar, reyktar eða marineraðar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Fyrirmynd greinarinnar var að hluta til „Milkfish“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. febrúar 2014.