Yfirtala
Útlit
(Endurbeint frá Minnsta yfirtala)
Yfirtala er stak, sem er stærra eða jafnt sérhverju staki í tilteknu röðuðu mengi. Setjum að SA sé mengi yfirtalna mengisins A, en þé er lággildi þess minnsta yfirtala A (enska: Supremum), táknuð með Sup A. Þ.e. min SA = Sup A. Ef A er hlutmengi rauntalna, sem er ótakmarkað að ofan, gildir að Sup A = +∞ . Tómamengið hefur minnstu yfirtölu -∞. Á samsvarandi hátt er skilgreind undirtala mengis.