Útgildi
Útgildi er hugtak í stærðfræði sem á við stærsta stak (hágildi) eða minnsta stak (lággildi) mengis. Útgildi eru einnig notuð í fallafræði við rannsóknir á ferlum. Leit að útgildum er mikið hagnýtt í hagfræði, viðskiptum og iðnaði, þar sem menn leitast við að hámarka nýtni hráefnis, lágmarka kostnað og hámarka hagkvæmni með einhverjum hætti og nefnist þá bestun.
Útggildi í fallafræði
[breyta | breyta frumkóða]Í fallafræði má skilgreina hágildi falls, K og lággildi k þannig:
Staðbundin útgildi falla eru útgildi á afmörkuðu bili [a,b], sem má skilgreina sem svo:
- K er staðbundið hágildi falls f í punktinum x0 ef til er ε > 0 svo að K=f(x0) ≥ f(x) gildir fyrir öll x á [a,b] þegar |x-x0| < ε.
- k er staðbundið lággildi falls f í punktinum x0ef til er ε > 0 svo að k=f(x0) ≤ f(x) gildir fyrir öll x á [a,b] þegar |x-x0| < ε.
Við leit að útgildum deildanlegra falla er notast við þá reglu að ef fyrsta afleiða fallsins, f'(x0), verður núll í tilteknum punkti x0, þ.e. f'(x0)=0, þá hefur fallið staðbundið útgildi í punktinum, að því gefnu að önnur afleiða fallsins breyti ekki um formerki í punktinum. Sem dæmi þá er topppunktur fleygboga jafnframt útgildi fallsins, sem lýsir fleygboganum.