Mikligarður (Holtagörðum)
Mikligarður var íslenskt smásölufyrirtæki í eigu KRON, SÍS og nokkurra kaupfélaga sem stofnað var árið 1983 í Holtagörðum í Sundahverfi. Ýmsar nýjungar í verslunarrekstri litu þar dagsins ljós.
Á næstu árum voru fleiri verslanir opnaðar undir merkjum Miklagarðs, svo sem í Hafnarfirði og Garðabæ. Árið 1988 opnaði Mikligarður verslun í JL-húsinu við Hringbraut. Verslanir Miklagarðs lokuðu eftir gjaldþrot árið 1993.