Mikligarður (Holtagörðum)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mikligarður var íslenskt smásölufyrirtæki í eigu KRON, SÍS og nokkurra kaupfélaga sem stofnað var árið 1983 í Holtagörðum í Sundahverfi. Upprunalega var félagið sameignarfélag en var breytt í hlutafélag 1989. Ýmsar nýjungar í verslunarrekstri litu þar dagsins ljós.

Á næstu árum voru fleiri verslanir opnaðar undir merkjum Miklagarðs, svo sem í Hafnarfirði og Garðabæ. Árið 1988 opnaði Mikligarður verslun í JL-húsinu við Hringbraut. Árið 1990 hætti KRON rekstri og allar verlanir þess færðar yfir á Miklagarð hf. Verslanir Miklagarðs lokuðu eftir gjaldþrot árið 1993.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Þjóðlíf 1990


  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.