Fara í innihald

Mike Crang

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dr. Michael A. Crang er fyrirlesari í menningarlandfræði við Durham-háskólann í Bretlandi. Hann útskrifaðist í landfræði frá Cambridge-háskóla og seinna lauk hann PhD gráðu frá háskólanum í Bristol.

Helstu rannsóknir Crangs eru innan mannvistarlandfræði og fjalla um félagseinkenni (e.: relationship between social memory and identity), kenningar um svæði og skynjun mannsins á því sem og gagnrýnar kenningar (e.: critical theory).

Crang er meðhöfundur á tveimur akademískum ritum: Tourist Studies og Time & Society. Hann hefur einnig gefið út nokkrar bækur um mannvistarlandfræði, þekktust er Thinking Space sem hann skrifaði ásamt Nigel Thrift árið (2000) og Cultural Geography (1998). Crang situr nú í stjórn hjá hinu konunglega landfræðifélagi félags og menningar rannsóknarhópi.