Fara í innihald

The Mighty Boosh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Mighty Boosh)
Aðalleikarar The Mighty Boosh árið 2006.

The Mighty Boosh voru gamanþættir með Julian Barratt og Noel Fielding í aðalhlutverkum. Þættirnir þróuðust út frá þremur sviðssýningum og sex þátta útvarpsþáttaröð og urðu að lokum 20 þátta sjónvarpsþáttaröð sem sýnd var á BBC Three frá 2004 til 2007. Þættirnir urðu líka efni tveggja sýningaferðalaga í Bretlandi og tveggja sviðssýninga í Bandaríkjunum. Þættirnir skiptast í þrjár þáttaraðir þar sem fyrsta þáttaröðin gerist í dýragarði, önnur þáttaröðin í íbúð og sú þriðja í versluninni Nabootique.

Helstu leikarar og persónur eru Julian Barratt sem Howard Moon, Noel Fielding sem Vince Noir, Michael Fielding sem töframaðurinn Naboo, Dave Brown sem górillan Bollo og Rich Fulcher sem Bob Fossil.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.