Middelfart
Útlit
Middelfart er kaupstaður á Fjóni í Danmörku og er íbúafjöldinn um 15.008 (2015). Middelfart er á milli nýju Litlabeltisbrúar og gömlu brúarinnar.
Hvalveiðar í Litlabeltinu
[breyta | breyta frumkóða]Allt frá miðöldum til loka 19. aldar voru hvalveiðar eða nánar tiltekið veiðar á hnísu stundaðar á þessu svæði. Með því að slá með greinum í vatnsyfirborðið ráku veiðimenn hnísur inn að ströndinni og þar voru dýrin drepin. Hvallýsi var notað til lýsingar bæði inni í húsum og í götulýsingar. Þegar rafmagnframleiðsla hófst var hvalalýsið ekki lengur mikilvæg verslunarvara. Veturinn 1854-1855 voru veiddar 1742 hnísur en annars var venjulegt að vetrarveiðar væru 700-800 dýr. Hnísuveiðarnar voru skipulagðar að fornri hefð sem þekktist allt frá 1593 og allt til 1899.
Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.