Fara í innihald

Miðun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Miðunarkompás

Miðun er stefna frá athugunarstað að einhverjum hlut sem miðað er á (miði). Miðun er mæld í gráðum miðað við þá stefnu sem athugandinn heldur (miðun miðað við haldna stefnu), kompásnorður (kompásmiðun) eða rétt norður (rétt miðun). Með tveimur eða fleiri miðunum sem skerast fæst staðarákvörðun sem er því nákvæmari sem hornið í skurðpunkti er nær 90°.

Á sjó eru mið gjarnan áberandi hlutir eins og fjallstindar, klettaskörð, hólar, eyjar og sker, vitar og ýmis siglingamerki. Þar sem tiltekinn hlut ber við annan fyrir aftan (bakpunkt) fæst nokkuð góð stefnulína. Miðun var áður fyrr helsta aðferðin til að áætla staðsetningu á sjó nálægt landi. Þess vegna er talað um fiskimið þegar vísað er til þekktra veiðistaða því þeim var lýst með vísun í þekkt mið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.