Fara í innihald

Miðeind ehf.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Miðeind er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar máltækni og gervigreindartækni fyrir íslensku. Fyrirtækið var stofnað þann 19. desember 2013 af Vilhjálmi Þorsteinssyni. Fyrirtækið er þekkt fyrir að skapa raddappið Emblu, málgreiningarvélina Greyni og vefleikinn Netskrafl.

Fyrirtækið var upphaflega stofnað þann 19. desember 2013 af Vilhjálmi Þorsteinssyni sem fjárfestingafélag.[1][2] En árið 2015, eftir útgáfu Netskrafls, hafði það formlega orðið hugbúnaðarfyrirtæki.[3] Síðla árs 2019 gerðist fyrirtækið aðili að SÍM, Samstarf um íslenska máltækni, og þróaði raddappið Emblu og málgreiningarvélina Greyni.[4][5][6] Fyrirtækið gaf út raddappið Emblu þann 12. nóvember 2020.[7]

Fyrirtækið hóf samstarf árið 2022 við tæknifyrirtækið OpenAI um að þjálfa nýjasta líkan, ChatGPT-4, í íslensku.[8] Það var í fyrsta skipti sem OpenAI gerði tilraunir til að þjálfa líkanið í annað mál en ensku.[8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Félag Vilhjálms tapaði 19 milljónum“. www.vb.is. Sótt 3. mars 2024.
  2. „Miðeind ehf. | Fyrirtækjaleit Keldunnar“. keldan.is. Sótt 3. mars 2024.
  3. „Miðeind | LinkedIn“. is.linkedin.com (enska). Sótt 21. nóvember 2024.
  4. „383 milljónir í máltækni - RÚV.is“. RÚV. 4. september 2019. Sótt 3. mars 2024.
  5. „Fyrsta ís­lenska radd-for­ritið: „Hæ Embla". vefsafn.is. Sótt 3. mars 2024.
  6. Sveinbjörn Þórðarson, hugbúnaðarsérfræðingur hjá Miðeind og upphafsmaður Emblu. „EMBLA OG TÆKIFÆRIN Í ÍSLENSKRI MÁLTÆKNI“ (PDF). SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS.
  7. „Fyrsta forritið sem skilur og talar íslensku komið á markað“. vefsafn.is. Sótt 3. mars 2024.
  8. 8,0 8,1 Drífudóttir, Elsa María Guðlaugs; Diego, Hugrún Hannesdóttir; Birgisdóttir, Gunnhildur Kjerúlf (14. mars 2023). „Íslenska annað tungumál spjallmennisins ChatGPT - RÚV.is“. RÚV. Sótt 3. mars 2024.