Fara í innihald

Mettun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mettun á sér stað þegar efnalausn getur ekki leyst upp meira af efninu og öll viðbót af því gerir lausnina skýjaða eða efnið fellur til botns í föstu formi. Hversu mikill styrkur efnis í lausn getur verið þegar mettun á sér stað er háð hitastigi lausnarinnar og efnaeiginleikum hennar og þess efnis sem leyst er upp.

Sem dæmi á mettun loftrýmis af vatnsgufu sér stað þegar jafnmargar sameindir gufa upp úr vökvanum og streyma aftur niður í hann. Þ.e. þegar jafnvægi ríkir á milli uppgufunar og þéttingar. Heitt loft getur bundið meiri raka en kalt.

Hægt er að yfirmetta lausnir með því að hita leysinn upp yfir stofuhita, metta lausnina og síðan kæla hana rólega niður.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.