Mekkanó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Líkan af eimreið smíðuð úr Mekkanó.

Mekkanó er leikfang til að byggja og setja saman hluti eða mannvirki úr götuðum plötum og götuðum flötum spýtum. Mekkanó er í kössum þar sem í er nokkuð magn af ýmis konar stykkjum, svo sem bjálkum, sperrum, rám, skrúfum, hjólum, tannhjólum, plötum, ásum, mótorum og fleiru sem hægt var að setja saman á ýmsan hátt. Leiðbeiningar og teikningar af hlutum til að byggja fylgdu með kössunum.