Tannhjól
Útlit

Tannhjól er hjól með skörðum og tönnum til að grípa í annað tannhjól, keðju eða tannstöng í tækjasamstæðu. Gírar eru gerðir úr tannhjólum af mismunandi stærðum eru notaðir til að breyta átakinu sem þarf til að snúa hjóli. Drif í vélum eru gerð úr tannhjólum og keðjum fyrir aflflutning. Drif í reiðhjólum eru algengt dæmi um slíkan búnað. Sum farartæki með beltadrif eru með tannhjól sem snúa stífu belti.