Medway

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Medway er bæjarþyrping í Kent-sýslu í Suðaustur-Englandi. Hún samanstendur af fimm stórum bæjum (Strood, Rochester, Chatham, Gillingham og Rainham) og nokkrum minni þorpum. Þar búa 280,000 manns (2019).


Nafn

Medway heitir eftir Medwayá sem rennur í gegnum byggðina.


Saga


Það voru Rómverjar sem reistu bæinn Rochester og byggðu þar brú.


Á saxneska tímanum var myntslátta sett upp í Rochester.


Árið 885 sigldu víkingarnir upp Medwayá og sátu um Rochester.


Í Rochester stendur normennsk dómkirkja og normennskur kastali.


Árið 1215 sat konungur John um Rochester-kastala til þess að ná honum aftur frá uppreisnarher.


Svæðið var mikilvægur staður fyrir pílagríma á leið sinni frá Winchester til Canterbury og líka fyrir musterisriddararna.


Á 16. öld var stór slippur reistur í Chatham og Gillingham og voru mörg fræg skip voru smíðuð þar, þ.á.m. HMS Victory sem Nelson stýrði í orrustunni við Trafalgar.


Árið 1667 sigldu Hollendingar upp Medwayá og eyðilögðu mörg skip.


Slippinum var lokað 1984 en hluti hans er nú ferðamannastaður.


Menning

Rithöfundurinn Charles Dickens bjó í Medway og margir staðir eru nefndir í bókunum hans. Árlega er haldin hátíð í Rochester sem heitir Dickens Festival.


Helsta fótboltaliðið í Medway er Gillingham FC.


Bíómyndin Ironclad fjallar um umsátrið um Rochesterkastala.


Content in this edit is from the existing English Wikipedia article at https://en.wikipedia.org/wiki/Medway