Meðlæti
Jump to navigation
Jump to search
Meðlæti er matur sem borinn er fram með réttinum sem ætlunin er að borða. Með kjötréttum er t.d. algengt að bera fram einhvers konar grænmeti og sterkjuríka fæðu á borð við kartöflur, brauð eða hrísgrjón.
Í sumum löndum er meðlætið borðað af sama diski og aðalrétturinn en í öðrum er það borðað af sérstökum diskum. Í fyrra tilvikinu er meðlætið yfirleitt innifalið í pöntun á aðalrétti á veitingastöðum (sem hluti af réttinum) en í því síðara velur gesturinn hvaða meðlæti hann pantar.