Diskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Óglerjaðir diskar í leirkerasmiðju

Diskur er breiður, íhvolfur og að mestu leyti flatur hlutur sem setja má mat á. Diskar eru yfirleitt kringlóttir en þeir geta reyndar verið á hvaða formi sem er. Margnota diskar eru yfirleitt úr einhvers konar vatnsþolnu efni eins og postulíni, málmi eða vörnu tré. Einnota diskar eru oftast úr pappa eða plasti. Diskar eru yfirleitt hannaðir þannig að brúnirnar eru örlítið hækkaðar svo vökvar renni ekki af þeim. Mjög djúpir diskar kallast skálar.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.