Mataráhöld
Útlit
(Endurbeint frá Mataráhald)
Mataráhöld eru tæki sem notuð eru til að framreiða og borða mat í þeim menningarsamfélögum þar sem ekki er látið nægja að matast með fingrunum. Til eru ógrynni tegunda af mataráhöldum sem þjóna ýmsum tilgangi. Algengust á Vesturlöndum eru hnífur og gaffall, og skeiðar eru þekktar nánast um allan heim. Matarprjónar eru notaðir sem mataráhöld í Austurlöndum fjær. Ýmis ólík tæki teljast til mataráhalda, s.s. sogrör, tertuspaði, molatöng, fondúprjónn og hnetubrjótur.