Fara í innihald

Massachusettsflói

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Þorskhöfða og Massachusettsflóa

Massachusettsflói er flói við Atlantshafsströnd Norður-Ameríku. Strönd hans nær um 68km frá Önnuhöfða í norðri að Plymouth-höfn í suðri. Innst við flóann er bandaríska borgin Boston í fylkinu Massachusetts.

Norðurströnd flóans er klettótt en suðurströndin láglend og sendin. Fjöldi höfða og nesja liggja út í flóann auk lítilla eyja, sérstaklega utan við Bostonhöfn. Helstu víkur eru Gloucester-höfn, Nahantflói, Salemhöfn, Marblehead-höfn og Lynnhöfn norðan megin, Bostonhöfn, Dorchester-flói og Quincy-flói vestan megin og Hinghamflói sunnan megin. Stundum er Þorskhöfðaflói talinn með sem hluti af Massachusettsflóa.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.