Martröð á Álmstræti 3: Draumastríðsmenn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

A Nightmare on Elm Street 3: Dream Warriors (ísl. Martröð á Álmstræti 3: Draumastríðsmenn) er bandarísk hrollvekjumynd frá 1987 og þriðja myndin í myndaflokknum. Myndin var samin af Wes Craven, Bruce Wagner, Frank Darabont og Chuck Russell og leikstjóri myndarinnar er Chuck Russell. Með aðalhlutverkin fara Heather Langenkamp, Patricia Arquette (í sínu fyrsta hlutverki), Craig Wasson og Robert Englund.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Kristen Parker dreymir undarlegar martraðir um eitthvað yfirgefið hús og drungalegan mann með hnífa fyrir fingur sem ræðst að henni en þegar hún vaknar er hún með skurði á úlnliðunum og foreldrarnir leggja hana á Westin Hills-geðspítalann í umsjón Dr. Neils Gordon. Hún hittir aðra krakka Joey Peterson, sem getur ekki talað; Taryn White, fyrrverandi fíkill; Roland Kincaid, sem á við hegðunarvandamál að stríða; Phillip Anderson, bíldhöggvari; Jennifer Caulfield, sem langar að verða leikkona; og Will Stanton sem er í hjólastól. Þau hafa öll dreymt sömu martraðirnar og ekkert þeirra þorir að sofa. Nancy Thompson kemur á Westin Hills sem nemi og uppgötvar að þau eru síðustu Álmstrætisbörnin og Freddy ætlar að drepa þau til að hefna sín á foreldrum þeirra. Hún kemst að því að þau hafa öll draumakrafta og reynir að fá þau til að nota þá til að sigra Freddy.

Leikarar[breyta | breyta frumkóða]

 • Heather Langenkamp sem Nancy Thompson
 • Patricia Arquette sem Kristen Parker
 • Craig Wasson sem Dr. Neil Gordon
 • Robert Englund sem Freddy Krueger
 • Ken Sagoes sem Roland Kincaid
 • Rodney Eastman sem Joey Peterson
 • Jennifer Rubin sem Taryn White
 • Ira Heiden sem Will Stanton
 • Penelope Sudrow sem Jennifer Caulfield
 • Bradley Gregg sem Phillip Anderson
 • John Saxon sem Donald Thompson
 • Laurence Fishburne (skráður sem Larry Fishburne) sem Max Daniels
 • Priscilla Pointer sem Dr. Elizabeth Simms
 • Clayton Landey sem Lorenzo
 • Brooke Bundey sem Elaine Parker
 • Nan Martin sem Amanda Krueger
 • Dick Cavett sem hann sjálfur
 • Zsa Zsa Gabor sem hún sjálf

Viðtökur[breyta | breyta frumkóða]

Myndin fékk töluvert betri dóma en Nightmare 2 og er talin ein af betri myndunum í syrpunni á eftir fyrstu myndinni.