Martina Stoessel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
TINI
Martina Stoessel, 2014
Martina Stoessel að syngja á góðgerða tónleikum "Juntada Tinista" í Buenos Aires, 2. maí 2014.
Martina Stoessel (TINI)

Martina Stoessel (fædd 21. mars 1997 í Buenos Aires, Argentínu) er argentínsk leikkona og söngkona. Hún er betur þekkt sem Tini en það er sviðsnafnið hennar. Stoessel er þekkt fyrir leik sinn í rómönsku þáttaséríunni Violetta (2012-2015) framleidd af Disney Channel Latin America. Þar lék hún Violetta Castillo, sem er ungur táningur sem elskar að dansa og syngja .

Stoessel gaf út sína fyrstu plötu árið 2016 sem hét einfaldlega Tini. Hún fór í tónleikaferðalag árið 2017 til 2018 sem hét Got Me Started Tour.