Marquis de Sade

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Marquis de Sade

Donatien Alphonse François de Sade (1740–1814), betur þekktur sem Sade markgreifi var franskur aðalsmaður og höfundur sagna sem, á sínum tíma, töldust flokkast undir undir argasta klám. Heimspeki de Sade byggist á því að maðurinn eigi að vera fullkomlega frjáls, þar á meðal undan hvers kyns siðareglum, og eigi þannig að geta leitast við að finna sjálfum sér hina fullkomnu ánægju. Hugtakið sadismi er dregið af nafni hans.