Fara í innihald

Markgreifadæmið Baden

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af markgreifadæminu Baden.

Markgreifadæmið Baden var markgreifadæmi innan Heilaga rómverska ríkisins frá 1112 til 1803 þegar það var sameinað biskupsfurstadæminu Konstanz og varð við það kjörfurstadæmið Baden og síðar stórhertogadæmið Baden. Milli 1535 og 1771 var því skipt milli tveggja markgreifadæma, Baden-Durlach og Baden-Baden. Markgreifarnir urðu þekktir sem Badenætt, sem var grein af Zähringen-ætt frá Schwaben.

Höfuðstaður markgreifadæmisins var upphaflega Baden-Baden en varð síðar Karlsruhe.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.