Fara í innihald

Mannréttindastofnun Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mannréttindastofnun Íslands er ríkisstofnun á Íslandi sem tók til starfa 1. maí, 2025.[1] Meginhlutverk stofnuninnar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. Líkt og umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun starfar hún undir Alþingi.

Tilefni þess að ríkisstofnunin var stofnuð má rekja til ætlunar íslensku ríkisstjórnarinnar til þess að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en eitt ákvæða þessa samnings kveður á um skyldu til þess að reka sjálfstæða stofnun sem á að tryggja eftirlit með framkvæmd samningsins. Þrátt fyrir þá forsögu er ríkisstofnuninni einnig falið eftirlit með framkvæmd fleiri mannréttindasamninga, svo sem Barnasáttmálans.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.