Fara í innihald

Malavískur kvatsja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Malavískur kvatsja
Núverandi myntir
LandFáni Malaví Malaví
Skiptist í1 tambala
ISO 4217-kóðiMWK
Mynt1, 5, 10 kvastja
Seðlar5, 10, 20, 50, 100, 200, 500 kvastja

Kvatsja er gjaldmiðillinn í Malaví. Kvatsjann tók við af malavíska pundinu árið 1971 í hlutfallinu 1 pund = 2 kvatsja. Kvatsja skiptist í 100 tambala. Kvatsja merkir „sólarupprás“ á Bemba-málinu en tambala merkir „hani“ á Níandja.

Kvatsja-seðlarnir eru prentaðir sem 5, 10, 20, 50, 100. 200 og 500 kvatsja á meðan klinkið er 1, 2, 5, 10, 20 og 50 tambala og 1 kvatsja. Seðlabanki Malaví (Reserve Bank of Malawi) sér um útgáfu peninganna.

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.