Fara í innihald

Makedónía (skattland)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Makedónía sýnd á korti yfir rómversk skattlönd um 120.

Makedónía (latína: Macedonia) var stórt rómverskt skattland formlega sett á laggirnar árið 146 f.Kr. eftir að rómverski herforinginn Quintus Caecilius Metellus sigraði Andriskos konung Makedóníu. Skattlandið náði yfir Epírus Vetus, Þessalíu og hluta Illyríu og Þrakíu.

Á 3. eða 4. öld var skattlandinu skipt í Macedonia Prima (suðurhlutinn) og Macedonia Salutaris (norðurhlutinn).

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.