Fara í innihald

Köngulóarkrabbi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Maja squinado)
Kóngulóarkrabbi

Vísindaleg flokkun
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Innættbálkur: Brachyura
Ætt: Majidae
Ættkvísl: Maja [1]
Tegund:
M. squinado

Tvínefni
Maja squinado
(Herbst, 1788)

Kóngulóarkrabbi (fræðiheiti: Maja squinado) er stærstur allra krabba í ættinni Majidae. Hann fyrirfinnst í Norðaustur-Atlantshafi og lifir að meðaltali í um 5–8 ár. Kjörhitastig er frá 8–17° C.

Útlit og stærð

[breyta | breyta frumkóða]

Kóngulóakrabbinn er stærsti krabbinn við Bretlandseyjar og er rauður, brúnleitur-rauður eða gulur á litinn og líkaminn er allt að 20 cm langur. Skelin er hringlaga en breið að aftan og þröng að framan. Fremstu fæturnir hafa litlar klær en hinir hafa litla svarta brodda. Fæturnir eru þaknir hárum og skelin þörungum.

Veiðar og veiðiaðferðir

[breyta | breyta frumkóða]
Afli Maja squinado hjá 5 aflamestu þjóðum árin 1950–2015.
Veiddur afli í prósentum af kóngulóarkrabba árið 2015.

Á árunum 1950–1990 voru meira en 5000 tonn veidd af kóngulóarkrabbi árlega. Um það bil 70% var veitt af Frökkum, 10% af Bretum. Krabbin er aðallega veiddur í gildrur og net. Einnig er hægt að veiða þá með botnvörpu en það gengur misvel þar sem þeir halda sig á mikið grunnsæinu. Þar eru þeir þó einnig veiddir af köfurum. Lágmarksstærð sem má veiða í Evrópu er 12 cm en þær reglur gilda ekki um allan heim, sum lönd leyfa til dæmis ekki veiðar á kvennkröbbum með egg. Við Frakkland og við Ermasundseyjareru tímabil sem ekkert má veiða af þeim.

Kóngulóarkrabbi nærist á mjög fjölbreyttum lífverum og er fæðan einnig árstíðaskipt, á veturna eru helst þörungar og skelfiskur, en skrápdýr, eins og ígulker og sæbjúgu yfir sumarið.

Lifnaðarhættir

[breyta | breyta frumkóða]

Kóngulóarkrabbi færa sig yfirleitt milli búsvæða á haustin og getur ferðast yfir 160 km á 8 mánuðum. Allir krabbar eru viðkvæmir á meðan hamskiftum stendur og eru þeir berskjaldaðir fyrir rándýrum á borð við kolkrabba, stærri fiska og þar á meðal hákarla. Eru þeir oft mjög félagslyndir á þeim tíma, hugsanlega sem vörn gegn afætum.[2] Kvendýr geta gotið allt að fjórum sinnum á ári.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Athugasemd: Ættkvíslin Maja eer stundum stafsett Maia.
  2. Sampedro, M. P. & E. Gonzalez–Gurriaran (2004). „Aggregating behaviour of the spider crab Maja squinado in shallow waters“. Journal of Crustacean Biology. 24 (1): 168–177. doi:10.1651/C-2404.
  3. L. Garcia–Florez & P. Fernandez–Rueda (2000). „Reproductive biology of spider crab females (Maja brachydactyla) off the coast of Asturias (north-west Spain)“. Journal of the Marine Biological Association of the United Kingdom. 80 (6): 1071–1076. doi:10.1017/S0025315400003131.