Magnús
Fallbeyging | |
Nefnifall | Magnús |
Þolfall | Magnús |
Þágufall | Magnúsi |
Eignarfall | Magnúsar |
Notkun núlifandi¹ | |
Fyrsta eiginnafn | 2.287² |
Seinni eiginnöfn | 516 |
¹Heimild: þjóðskrá júlí 2007 ²Heimild: 2023 [] Hagstofan | |
Listi yfir íslensk mannanöfn |
Magnús er íslenskt karlmannsnafn, en þekkist einnig á hinum Norðurlöndunum og víðar sem Magnus. Nafnið er komið beint úr latínu, magnus, sem er karlkyns lýsingarorð í frumstigi og þýðir mikill eða stór. Það var stundum notað sem viðurnefni meðal Rómverja, t.d. var Gnæus Pompeius nefndur Pompeius magnus eða Pompeius mikli. Karl mikli keisari á 9. öld var nefndur Carolus magnus (Karlamagnús á Íslandi), en síðar var farið að nota magnus sem nafnið Magnús. Þetta nafn hefur alla tíð notið vinsælda á Íslandi frá því að það kom fyrst fram á 11. öld, en notkun þess hefur þó mjög farið minnkandi á síðustu áratugum.
Tengd nöfn
[breyta | breyta frumkóða]Nöfn sem dregin eru af sama stofni eru til dæmis Magni og Magnea.
Dreifing á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.