Fara í innihald

Madcon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Madcon

Madcon (stytting á Mad Conference) er norskt rapp- og reggídúó stofnað árið 1992, skipað þeim Tshawe Baqwa (Kapricorn) og Yosef Wolde-Mariam (Critical)[1]. Hljómsveitin hefur gefið út tvær breiðskífur og fjórar smáskífur og hefur hlotið norsku tónlistarverðlaunin (Spellemannprisen) þrisvar.

Á síðari hluta 10. áratugins komst sveitin á samning við Virgin/EMI og fyrsta smáskífa, „God Forgive Me“ kom út árið 2000.

Árin 2002-3 vann Madcon með norsku rappsveitinni Paperboys og ýtti þannig undir vinsældir hennar. Saman gáfu sveitirnar út lagið „Barcelona“ sem sló í gegn í Noregi. Lagið kom síðar út á fyrstu breiðskífu Paperboys, No Cure for Life. Fyrsta breiðskífa Madcon lét hins vegar bíða eftir sér, kom ekki út fyrr en tveimur árum síðar og hét hún It's All a MadCon. Á henni er smáskífurnar „Doo Wop“ og „Infidelty“ og hlutu þeir Spellmanprisen í flokknum fyrir hip-hop/ryþmablús.

Í október 2007 gáfu þeir út smáskífuna „Beggin'“ en lagið er endugerð af lagi með Frankie Valli. Smáskífan komst í efsta sæti norska iTunes-sölulistans og og klifraði þess að auki í efsta sæti VG-vinsældalistans.[2] Alls seldist smáskífan sem nemur sexfaldri platínusölu í Noregi. 3. desember 2007 kom svo seinni breiðskífa sveitarinnar út, So Dark the Con of Man, en hún rauk út og náði platínusölu á einungis 11 dögum. Fyrir „Beggin'“ hlaut sveitin Spellemanprisen 2007 en það var valið vinsælasta lagið og breiðskífan hlaut verðlaun fyrir bestu hip-hop-breiðskífuna.

Þess má geta að aðal upptökustjórar team Madcon er Element sem samanstendur af Íslendingnum Helga Má Hübner sem notar listamannsnafnið „Hitesh Ceon“ og norska slagverksleikaranum Kim Ofstad. Helgi var aðal lagahöfundurinn á „So dark the con of man“. Hann samdi einnig lagið „Glow“ sem varð geysivinsælt í Evrópu eftir að það var flutt í hléi meðan atkvæðagreiðslan fór fram. Meðan á flutningi lagsins stóð var sýnt video frá ýmsum Evrópulöndum þar sem mannfjöldi dansaði á götum úti.

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • It's All a MadCon (2004)
  • So Dark The Con Of Man (2007)
  • An InCONvenient Truth (2008)
  • Conquest (safnplata) (2009)
  • CONtraband (2010)
  • Contakt (2012)

Smáskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • God Forgive Me (2000)
  • Barcelona (2002, Paperboys ásamt Madcon)
  • Doo Wop (2004)
  • Infidelty (2005)
  • Beggin' (2007)
  • Back on Road (2007, Paperboys ásamt Madcon)
  • Dandelion (2008)
  • Liar (2008)
  • Glow (2010)
  • Freaky Like Me (2010)
  • Outrun the Sun (2010)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „prosieben.de: Madcon“. Sótt 27. apríl 2008.
  2. „norwegiancharts.com: Madcon - Beggin“. Sótt 27. apríl 2008.