Mackenziefljót
Útlit
Mackenziefljót er stærsta og lengsta fljót Kanada. Það rennur yfir 1700 kílómetra um afskekkt svæði barrskóga og túndru í Norðvesturhéruðunum. Upptök þess eru í Stóra-Þrælavatni og það rennur til sjávar í Beauforthafi. Vatnasviðið nær yfir 1.800.000 ferkílómetra eða um 20% af Kanada. Mackenziefljót er notað sem samgönguæð á sumrin.
Fljótið er nefnt eftir skoska landkönnuðinum Alexander Mackenzie sem ferðaðist um fljótið árið 1789 í þeirri von að finna leið til Kyrrahafs.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Mackenzie River“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. maí 2016.