Maal og Minne

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Maal og minne)
Jump to navigation Jump to search
Maal og Minne, fremri kápa 1915.

Maal og Minne er norskt tímarit, sem kemur út tvisvar á ári og „birtir fræðilegar greinar sem varpa m.a. ljósi á norskt mál, mállýskur og málheimildir af öllu tagi, miðaldabókmenntir, norsk örnefni og þjóðfræði.“ Tímaritið var stofnað árið 1909 af Magnúsi Olsen, og er gefið út á vegum Bymålslaget af forlaginu Det Norske Samlaget.

Í Maal og minne eru birtar ritrýndar greinar og ritdómar á norsku, en einnig er heimilt að birta þar efni á dönsku, sænsku, ensku og þýsku. Þar hafa birst greinar eftir íslenska fræðimenn.

Ritstjórar[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]