Maal og Minne

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maal og Minne, fremri kápa 1915.

Maal og Minne er norskt tímarit, sem kemur út tvisvar á ári og „birtir fræðilegar greinar sem varpa m.a. ljósi á norskt mál, mállýskur og málheimildir af öllu tagi, miðaldabókmenntir, norsk örnefni og þjóðfræði.“ Tímaritið var stofnað árið 1909 af Magnúsi Olsen, og er gefið út á vegum Bymålslaget af forlaginu Det Norske Samlaget.

Í Maal og minne eru birtar ritrýndar greinar og ritdómar á norsku, en einnig er heimilt að birta þar efni á dönsku, sænsku, ensku og þýsku. Þar hafa birst greinar eftir íslenska fræðimenn.

Ritstjórar[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]