Fara í innihald

Mórits af Nassá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Mórits af Nassau)
Mórits af Nassá á málverki eftir Michiel Jansz van Mierevelt.

Mórits af Nassá (hollenska: Maurits van Nassau; 14. nóvember 156723. apríl 1625) Óraníufursti, var sonur Vilhjálms þögla og Önnu frá Saxlandi. Hann tók við sem staðarhaldari fljótlega eftir lát föður síns 1584 eftir að konungar Englands og Frakklands höfðu hafnað titlinum. Hann gat sér brátt gott orð sem herforingi í uppreisninni gegn Spáni (Áttatíu ára stríðinu).

1609 undirritaði lögmaðurinn (landsadvokaat) Johan van Oldenbarnevelt Tólf ára vopnahléð við Spán gegn ráði Móritsar. 1618 nýtti Mórits sér deilur kalvínista og arminista til að dæma van Oldenbarnevelt til dauða. 1621 hófst stríðið að nýju og Spánverjar náðu góðum árangri. Þegar Mórits lést 1625 stóð umsátrið um Breda yfir, en Mórits hafði unnið þá borg frá Spánverjum árið 1590. Yngri bróðir hans, Friðrik af Óraníu, tók við af honum.