Fara í innihald

Mælskufræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Málskrúðsfræði)

Mælskufræði (fræðiheiti: rhetorica) var fræðigrein í miðaldaskólum ásamt málfræði og rökfræði og flokkast sem ein hinna þriggja frjálsu lista sem nefndar voru einu nafni þrívegurinn (trivium). Ein af undirstöðum mælskufræðinnar er að gera sér grein fyrir stílbrögðunum sem notast er við þegar lagt er út af einhverju af mælsku. Í fornöld og á miðöldum var mælskufræði nauðsynlegur undirbúningur öllum þeim sem vildu gerast málafærslumenn.

Mælskufræði var grundvallargrein til forna og á miðöldum, og var listin að koma fyrir sig orði og sinna málflutningi fyrir rétti, á þjóðarsamkomum (stjórnmálaumræðum) og til að halda lofræður. Höfuðáherslan var lögð á að orða ræðu sína á þann veg að áheyrendur snerust á sveif með málflytjanda. Elsta gerð mælskufræðinnar er kennsla í réttarræðum, málflutningi. Þessi grein hefst á Sikiley á 5. öld og berst síðan til Aþenu og Rómar. Elsta gríska ritið um mælskufræði sem varðveitt er í heilu lagi er Mælskufræðin eftir Aristóteles, samin á síðari hluta 4. aldar f.Kr. en fyrsta latneska kennslubókin í mælskufræði var „Rhetorica ad Herennium“ sem var samin um 80 f.Kr. og var lengi ranglega eignuð Cicero.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.