Málari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málari málar stigagang á Indlandi
Málari í Egyptaland

Málari er iðnaðarmaður sem fæst við málun bygginga að utan og innan, bifreiða, skipa, húsgagna og annarra hluta sem sett er á málning til þess bæði að verja þá og fegra. Venjulega krefjast viðfangsefni málara töluverðrar sérhæfingar og sérmenntunar þar sem ólík vinnutæki og málningarefni eru notuð. Málarar sem vinna við byggingar eru því kallaðir húsamálarar, þeir sem vinna við bílasprautun bílamálarar, þeir sem vinna í slippum skipamálarar, þeir sem mála skilti skiltamálarar og þar fram eftir götunum. Óðrun húsgagna er dæmi um sérgrein málaraiðnar sem var algeng á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar en hefur nú að mestu leyti horfið.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.