Fara í innihald

Málþóf í öldungadeild Bandaríkjaþings

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Málþóf í öldungadeild Bandaríkjaþings er þegar þingmenn tefja, aðallega með orðræðu, svo að kosið verði ekki um frumvörp og á endanum séu þau látin falla niður. Algengasta aðferðin til málþófs er þegar þingmenn reyna að tefja eða koma í veg fyrir kosningu með því að lengja umræður, reglurnar leyfa þingmönnum að tala eins lengi og þeir vilja og um hvaða mál sem þeir velja. Þó er hægt að knýja fram atkvæðagreiðslu með því að takmarka umræðu en til þess þarf um 60 af 100 þingmönnum.[1]

Þó að orðræða sé algengasta aðferðin til að tefja fyrir eru þó til nokkrar aðrar. Venjulega þarf einróma samþykki fyrir því að halda áfram með dagskrána og hefja umræðu á máli, þá getur einn þingmaður tafið fyrir með því að samþykkja ekki. Í sumum tilfellum getur þetta frestað umræðu um einn dag en þar sem frestunin gildir aðeins þegar þingið situr er hægt að slíta fundi í smá tíma og koma svo aftur saman.[2]

Áhrifaríkasta aðferðin til að tefja fyrir er að fá meirihlutann til að takmarka umræður og knýja fram atkvæðagreiðslu mörgum sinnum um sama málið. Til dæmis að vera með málþóf um tillögu og þá þarf að knýja fram atkvæðagreiðslu til að hún verði að frumvarpi, svo þegar frumvarpið er komið er hægt að gera það sama þar og þá verður að takmarka umræðu aftur og knýja fram atkvæðagreiðslu. Þar með er meirihlutinn búinn að fara í gegnum þetta tvisvar og þá þarf að fara aftur í gegnum það ef breyta á frumvarpinu en þess þarf oft. Þetta ferli virkar hindrandi fyrir meirihlutann og freistast hann því til að láta frumvarpið falla niður.[3]

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. janúar 2010. Sótt 28. október 2010.
  2. http://www.politico.com/static/PPM110_091202_minorityrights.html
  3. http://www.politico.com/static/PPM110_091202_minorityrights.html