Lykill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lyklar!
hundur

Lykill er tæki til að opna hurð sem er læst með lás. Lykill er oft úr stáli eða járni en líka stundum úr áli og í gamla daga var til lykill úr tré. Íslenska orðið „lykill“ á rætur að rekja til þýska orðsins loch, sem þýðir „gat“, en á göt voru sett „lok“, sbr. „settu lok á gatið til að loka því“. Þannig varð lykill orð yfir eitthvað sem var lokað en opnað svo með tæki.

Smíði og notkun[breyta | breyta frumkóða]

Lyklar eru búnir til af smið, svokölluðum „lyklasmið“. Lyklasmiðurinn tekur efnivið (til dæmis ál) og smíðar lykil með lykilgerðartæki. Vél þessi slípar brúnir álsins og býr til marga ískorninga. Svo er það verk lásasmiðsins að búa til lás sem samsvarar sköpun lyklasmiðsins.

Lykill er oft settur á lyklakippu en hún fjötrar saman marga lykla sem maður notar í daglegu lífi, t.a.m. er ekki óvenjulegt að eiga tvo til þrjá lykla: einn húslykil, einn bíllykil og einn lykil að skríni. Í þeim tilfellum er handhægt að hafa á sér lyklakippu til að halda utan um lykla sem maður á og notar í daglegu lífi.

Yfirleitt er lykillinn notaður til þess að opna eitthvað sem aðskilur tvö rými. Ef lykillinn er til að mynda notaður til að opna kistu hafa tvö rými verið sameinuð, þ.e. rýmið innan kistunnar og utan hennar.

Sem tákn[breyta | breyta frumkóða]

Það er til merkis um heiður að vera veittur lykill að borg en það er bara táknrænt en ekki um alvöru lykil að ræða heldur hugrænan. Að vera veittur lykill að borginni er vísun til þess að í gamla daga voru borgir umluktar af virki en það var eitt hlið með hurð sem var opnuð með lykli en bara þeir sem voru vinir borgarinnar máttu opna hurðina.


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.