Lundarskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lundarskóli er við Dalsbraut á Akureyri. Nemendur úr Lunda- og Gerðahverfi Akureyrar sækja aðallega skólann sem er einn 10 grunnskóla bæjarins.

Lundarskóli er grunnskóli í Lunda- og Gerðahverfi á Akureyri. Þar voru 462 nemendur árið 2021. Skólinn var stofnaður haustið 1974.

Stærð[breyta | breyta frumkóða]

Í Lundarskóla voru árið 2021 voru 462 nemendur í 1.—10. bekk við skólann. Það ár voru 57.3 stöðugildi starfsmanna við skólann. Þar af voru um 40.8 stöðugildi kennara.[1]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Lundarskóli hóf starfsemi haustið 1974.[2] Kennsla hófst 16. október það ár. Í upphafi voru nemendur 357 í forskóla til 5. bekkjar (síðar 1. – 6. bekkur) og starfsmenn voru 14. Árið 1979 var lokið við annan áfanga skólabyggingar. Á þeim tíma voru flestir nemendur í sögu skólans eða 672. Til að byrja með voru einnig sérstakar sérkennsludeildir starfandi en lengst af hefur sérkennslunemendum verið kennt í almennum bekkjardeildum.[3]

Frá árinu 1994 hefur skólinn verið einsetinn. Það ár tók einnig skólavistunin Lundarkot til starfa. Haustið 1998 var 8. bekkur í fyrsta skipti við skólann en fram að þeim tíma höfðu nemendur á unglingastigi sótt Gagnfræðaskóla Akureyrar. Árið 2000 var enn byggt við skólann og teknar í notkun nýjar skrifstofur fyrir kennara, mötuneyti, skólasafn, skólasalur og fleira.[3]

Árið 2020 var ráðist í allsherjar endurnýjun skólahúsnæðis Lundarskóla meðal annars vegna myglu. Starfsfólk skólans hafði kvartað lengi undan heilsufarslegum óþægindum, lasleika og ólykt.[4] Kostnaður við lagfæringar vegna myglu var metinn 300 milljónir króna. Á sama tíma voru gagngerðar endurbætur á skólahúsnæðinu og var kostnaður áætlaður 1,6 milljarðar kr.[5] Minnihluti bæjarstjórnar vildi rífa skólann og byggja nýjan.[6] Það varð ekki úr.[7]

Staðsetning[breyta | breyta frumkóða]

Lundarskóli er við Dalsbraut á Akureyri. Nemendur úr Lunda- og Gerðahverfi sækja aðallega skólann.

Í sveitarfélaginu eru grunnskólarnir ekki hverfaskiptir nema að því leyti að hvert barn á rétt til skólagöngu í sínum hverfisskóla.[8] [9] [10]

Stjórnun[breyta | breyta frumkóða]

Skólastjóri Lundarskóla (2023) er Maríanna Ragnarsdóttir. Deildarstjóri eldra stigs og staðgengill skólastjóra er Fjóla Dögg Gunnarsdóttir. Deildarstjóri yngra stigs er Helga Rún Traustadóttir.[11]

Í ytra mati Menntamálastofnunar sem framkvæmt var árið 2020 þykja stjórnendur skólans dreifa ábyrgð og gefa þróunarhópum skýr skilaboð um umboð og ábyrgð. Framkvæmd innra mats skólastarfs sem er álitið er mikilvægt og sjálfsagður hluti, er á ábyrgð stjórnenda. Skólinn þykir hafa símenntunaráætlun sem styður við þróunarstarf innan skólans. Starf með svokallaða SMT skólafærni þykir hafa skila sér í góðum samskiptum innan skólans. Einkunnarorð skólans, „Ábyrgð – Virðing – Vellíðan“, voru sögð bæði sýnileg og þekkt í hópi starfsfólks og nemenda.[12]

Nám og kennsla[breyta | breyta frumkóða]

Lundarskóli er einsetinn skóli sem býður nám í 1.—10. bekk. Áherslur í skólastarfi Lundarskóla taka mið af grunnþáttum menntunar, lykilhæfni og námi nemenda, samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla og menntastefnu Akureyrar.[13]

Einkunnarorð skólans eru „ábyrgð, virðing og vellíðan“. Þau undirstrika ábyrgð á námi, störfum og hegðun, og það að nemendum og starfsfólki sé sýnd virðing. Kveðið er ríkt á um að velllíðan og almennt heilbrigði í skólastarfinu.[14]

Lundarskóli er svokallaður teymisskóli þar sem dregið er fram mikilvægi samvinnu starfsfólks og einstaklingsmiðaðara kennsluhátta og námsmats. Unnið er sérstaklega með svokallaða SMT skólafærni, verkefnið Heilsueflandi grunnskóla og ákveðna hugmyndafræði um lærdómssamfélag.[13] [12]

Skólabragur og hefðir[breyta | breyta frumkóða]

Í skólanum er unnið með SMT skólafærni, heilsueflandi skóla og hugmyndafræði um lærdómssamfélag. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, virðing og vellíðan.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Rekstur leik- og grunnskóla“. Samband íslenskra sveitarfélaga. Sótt 8. ágúst 2023.
  2. „Dagur - 200. tölublað (21.10.1994) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 8. ágúst 2023.
  3. 3,0 3,1 Sunnefa Lind Þórarinsdóttir Skjalavörður (2018). „Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Afhending gagna Lundarskóli 2018/35“ (PDF). Héraðsskjalasafnið á Akureyri. Sótt 8. ágúst 2023.
  4. „Fréttablaðið - 145. tölublað (01.07.2020) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 8. ágúst 2023.
  5. „Endurnýja Lundarskóla fyrir 1,6 milljarða - RÚV.is“. RÚV. 4. september 2020. Sótt 8. ágúst 2023.
  6. „Fréttablaðið - 145. tölublað (01.07.2020) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 8. ágúst 2023.
  7. Akureyrarkaupstaður. „Bæjarráð - 3689. fundur - 25.06.2020“. Akureyrarbær. Sótt 8. ágúst 2023.
  8. Akureyrarkaupstaður. „Skólaval“. Akureyrarbær. Sótt 8. ágúst 2023.
  9. Skóladeild Akureyrarbæjar (2007). „SKÓLAVAL 2007- Bæklingur um skólaval“ (PDF). Skóladeild Akureyrarbæjar. Sótt 8. ágúst 2023.
  10. Akureyrarbær (2023). „Skólasvæða Akureyri - Kort er sýnir 1.5 km radíus frá skólum bæjarins“ (PDF). Akureyrarbær. Sótt 8. ágúst 2023.
  11. „Starfsmenn“. Lundarskóli. Sótt 8. ágúst 2023.
  12. 12,0 12,1 Svanfríður Jónasdóttir og Þórdís Hauksdóttir (2020). „Menntamálastofnun: Ytra mat grunnskóla: Lundarskóli Akureyri mars 2020“ (PDF). Ytra mat unnið á vegum Menntamálastofnunar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Akureyrarkaupstað. Sótt 8. ágúst 2023.
  13. 13,0 13,1 Lundarskóli (2021). „Starfsáætlun Lundarskola 2021-2022“ (PDF). Lundarskóli. Sótt 8. ágúst 2023.
  14. „Lundarskóli“. Lundarskóli. Sótt 8. ágúst 2023.