Lukkstaður
Útlit
Lukkstaður (þýska: Glückstadt, danska Lykstad) er borg í Steinburg í Slésvík-Holtsetaland í Þýskalandi. Ekki má rugla Lukkstað við Lukkuborg.
Eitt og annað
[breyta | breyta frumkóða]- Lukkstaður kemur aðeins fyrir í Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness þegar Jón Hreggviðsson er kominn aftur til Amsterdam (Amsturdamms) og leitar eftir skipfari til Danmerkur. Þar segir um menn á skútu einni danskri: „Þeir sögðust vera frá Lukkstað í Holtsetalandi, sem þeir kalla útí Holstinn, að sækja malt og humal“. Þangað fer svo Jón og segir svo í bókinnni: „Í Lukkstað við Saxelfi útí Holstinn ar takmarkinu náð, að því leyti sem Jón Hreggviðsson var nú kominn til ríkja síns allranáðugasta konúngs og arfaherra“.