Fara í innihald

Ludwig van Beethoven

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ludwig von Beethoven)
Ludwig van Beethoven

Ludwig van Beethoven (skírður 17. desember 177026. mars 1827) var þýskt gullaldartónskáld sem bjó mestan hluta ævi sinnar í Vín, Austurríki. Hann var í fararbroddi umskiptatímabils sígildrar tónlistar og rómantíkur. Beethoven nýtur almennt mikils álits og er af mörgum talinn einn af helstu tónskáldum af vestrænum sið. Orðspor hans hefur blásið í brjóst tónskálda, tónlistarmanna og áheyranda sem lifðu hann. Á meðal þekktustu verka hans eru; fimmta, níunda og sjötta sínfónían auk píanóverksins Fyrir Elísu, „Pathétique“–sónötunnar og Tunglskinssónötunnar.

Beethoven fæddist í Bonn, Þýskalandi. Faðir hans hét Johann van Beethoven (1740–1792) og var af flæmskum ættum. Móðir hans hét Magdalena Keverich van Beethoven (1744–1787). Þar til fyrir skömmu var fæðingardagur hans álitinn vera 16. desember sökum þess að hann var skírður 17. desember og börn á þeim tíma voru oftast skírð degi eftir fæðingu. Nútíma fræðimennska getur hinsvegar ekki fallist á slíka ályktun. Fyrsti tónlistarkennari Beethoven var faðir hans.