Fara í innihald

Lotta í Skarkalagötu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eftirlíking af húsi Lottu sem er í skemmtigarðinum Heimur Astridar Lindgren í Vimmerby.

Lotta í Skarkalagötu er sögupersóna eftir sænska barnabókahöfundinn Astrid Lindgren. Fyrsta bókin um Lottu kom út árið 1956 og sú síðasta árið 1993.

Lotta er á aldrinum þriggja til fimm ára og er nokkuð viss um að hún viti flest. Lotta á tvö eldri systkyn, Jónas og Míu-Maríu.

Ár Sænskur titill Íslenskur titill Myndskreytir Útgefandi Athugasemd
1956 Barnen på Bråkmakargatan Lotta og börnin í Skarkalagötu Ilon Wikland Rabén och Sjögren Hefur einnig verið kölluð Börnin í Ólátagötu og Börnin í Skarkalagötu
1961 Lotta på Bråkmakargatan Lotta í Skarkalagötu Ilon Wikland Rabén och Sjögren Hefur einnig verið kölluð Lotta í Ólátagötu
1971 Visst kan Lotta cykla Víst kann Lotta að hjóla Ilon Wikland Rabén och Sjögren Myndabók
1977 Visst kan Lotta nästan allting Víst getur Lotta næstum allt Ilon Wikland Rabén och Sjögren Myndabók
1990 Visst är Lotta en glad unge Víst er Lotta kátur krakki Ilon Wikland Rabén och Sjögren Myndabók
1993 Lottas komihågbok Ilon Wikland Rabén och Sjögren Safnrit
Ár Sænskur titill Íslenskur titill Leikstjórn
1992 Lotta på Bråkmakargatan Lotta í Skarkalagötu Johanna Hald
1993 Lotta flyttar hemifrån Lotta flytur að heiman Johanna Hald