Kambönd
Kambönd | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Karlfugl
Kvenfugl
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Lophodytes cucullatus (Linnaeus, 1758) | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Mergus cucullatus |
Kambönd (fræðiheiti Lophodytes cucullatus) er lítill fugl af andaætt og eina tegund ættkvíslarinnar Lophodytes. Kambendur hafa kamb aftan á höfði sem getur þanist út eða dregist saman. Á karlfuglum er stór hvítur blettur á kambinum, höfuðið er svart og hliðar eru rauðbrúnar. Kvenfuglinn hefur rauðleitan kamp og höfuð og líkami eru að mestu grábrún.
Varpsvæði kambanda eru í fenjum og vötnum í skóglendi í norðurhluta Bandaríkjanna og suðurhluta Kanada. Kambendur gera hreiður í trjástubbum nálægt vatni. Pörin myndast snemma vetrar. Karlfuglinn yfirgefur kvenfuglinn skömmu eftir að hún hefur verpt og hún sér ein um útungun og ungauppeldi. Þegar ungar koma úr eggi þá yfirgefa þeir hreiðrið með móður sinni innan 24 klukkustunda og þeir geta þá kafað og fundið fæðu sjálfir en halda sig með móður sinni næstu fimm vikur.
Kambönd hefur sést á tjörnum í Heiðmörk.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Hooded Merganser Species Account – Cornell Lab of Ornithology
- Hooded Merganser - Lophodytes cucullatus - USGS Patuxent Bird Identification InfoCenter
- eNature.com: Hooded Merganser Geymt 29 september 2007 í Wayback Machine
- Massachusetts Breeding Bird Atlas - Hooded Mergans Geymt 15 desember 2013 í Wayback Machine
- Fágætur kambandarsteggur í Heiðmörk