Fara í innihald

London Stadium

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ólympíuleikvangurinn

London Stadium (áður Ólympíuleikvangurinn í London) er stór íþróttaleikvangur í Ólympíugarðinum í Stratford, London á Englandi. Hann var reistur sem aðalleikvangur fyrir Sumarólympíuleikana 2012 og Ólympíuleika fatlaðra 2012. Hann tekur 60-66.000 manns í sæti og er því þriðji stærsti íþróttaleikvangur Bretlands, á eftir Wembley Stadium og Twickenham Stadium. Um 80.000 komast á tónleika á vellinum.

Knattspyrnufélagið West Ham United er nú helsti leigjandi vallarins og notar hann sem heimavöll sinn.

Víðmynd.
  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.