Logic

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sir Robert Bryson Hall II (fæddur 22. janúar 1990), betur þekktur undir sviðsnafninu Logic er bandarískur rappari. Hann er uppalinn í Gaithersburg í Maryland. Áhugi hans á tónlist kviknaði eftir að hafa horft á myndina Kill Bill eftir leikstjórann Quentin Tarantino en myndin er þekkt fyrir tónlistina sína. Fyrsta platan hans kom út árið 2009 undir nafninu Logic: The Mixtape og gaf hann svo út aðra plötu árið 2010 undir nafninu Young, Broke & Infamous in 2010. Stuttu eftir það skrifaði hann undir samning hjá Visionary Music Group og gaf hann út 3 plötur eftir það.