Loftmyndun
Útlit
Loftmyndun er þegar teknar eru ljósmyndir úr lofti, það er að segja myndavélin sem tekur myndirnar er ekki staðsett á jörðu. Ljósmyndari getur tekið myndirnar eða þær eru teknar á sjálfvirkan hátt. Hægt er að halda á myndavélinni í hendi eða festa við eitthvert yfirborð. Loftmyndun gerist oft um borð í flugvélum, þyrlum, loftbelgjum, loftskipum, eldflaugum, flugdrekum eða fallhlífum. Loftmyndun er ekki það sama og gervihnattamyndun en báðar geta verið notaðar í sama tilgangi.
Fyrsta loftmyndin var tekin árið 1858 af Frakkanum Gaspard-Félix Tournachon úr loftbelg sem var að fljúga yfir París. Nú á dögum hefur almenningur aðgang að loftmyndum með hugbúnaði eins og Google Earth.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Loftmyndun.
Hraunfossar[1]
- ↑ „Fotografi og film med drone | Odd & Ivø Photography | Rungsted Kyst“. Oddivo (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 9. mars 2023. Sótt 9. mars 2023.