Loftmyndun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hraunfossar
Loftmyndun getur líka átt við myndun lofts.
Kuressaare, Saaremaa.

Loftmyndun er þegar teknar eru ljósmyndir úr lofti, það er að segja myndavélin sem tekur myndirnar er ekki staðsett á jörðu. Ljósmyndari getur tekið myndirnar eða þær eru teknar á sjálfvirkan hátt. Hægt er að halda á myndavélinni í hendi eða festa við eitthvert yfirborð. Loftmyndun gerist oft um borð í flugvélum, þyrlum, loftbelgjum, loftskipum, eldflaugum, flugdrekum eða fallhlífum. Loftmyndun er ekki það sama og gervihnattamyndun en báðar geta verið notaðar í sama tilgangi.

Fyrsta loftmyndin var tekin árið 1858 af Frakkanum Gaspard-Félix Tournachon úr loftbelg sem var að fljúga yfir París. Nú á dögum hefur almenningur aðgang að loftmyndum með hugbúnaði eins og Google Earth.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Hraunfossar[1]

  1. „Fotografi og film med drone | Odd & Ivø Photography | Rungsted Kyst“. Oddivo (enska). Sótt 9. mars 2023.